Nesvegur vestan Grindavíkur til móts við golfvöllinn er í sundur og er alveg ófær. Allir vegir til Grindavíkur eru lokaðir og umferð um þá bönnuð. Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa fengið undanþágu til að nota Nesveg og hafa nýtt hann til sinna starfa.
Nú er ljóst að það gengur ekki fyrr en gert hefur verið við veginn. Hann er mjög illa farinn og ljóst að viðgerð yrði nokkuð umfangsmikil. Farið verður í hana ef heimild fæst frá almannavörnum. Ástand vegarins hefur farið síversnandi dag frá degi.
Vegagerðin fylgist grannt með vegakerfinu á svæðinu og hefur fengið til þess undanþágu enda mikilvægt að hægt sé að nýta vegakerfið t.d. ef aðstæður breytast og fyrir almannaverndaryfirvöld til að fylgjast með. Halið verður áfram að fylgjast með svo sem kostur er og gera við vegina ef þess er nokkur kostur.