Ofanflóð 2025 er yfirskrift málþings um snjóflóð og samfélög sem haldið verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði dagana 5.-6. maí 2025.
Íslensk samfélög búa yfir mikilli seiglu, ekki síst gagnvart áföllum, líkt og í mannskæðum snjóflóðum á Flateyri og í Súðavík 1995 og í Neskaupstað 1974. En hvað er það sem myndar seiglu í samfélagi og virkar verndandi þegar náttúruhamfarir dynja yfir?
Á málþinginu verður sjónum beint að samfélögum á hættusvæðum, öryggi á vegum, uppbyggingu á ofanflóðavörnum í landinu og þeim áhrifum sem sú uppbygging hefur á þróun byggða.
Einnig verður fjallað um endurskoðun á mögulegri hættu undir varnargörðum og þann lærdóm sem dreginn hefur verið af snjóflóðunum sem féllu á varnargarða á Flateyri í janúar 2020, þar sem hluti flóðanna barst yfir garðana, og í Neskaupstað í mars 2023 þar sem snjóflóð lentu á varnargörðum og keilum.
Á málþinginu verður sjónum beint að áhrifum snjóflóða og snjóflóðavarna á samfélög á hættusvæðum.
Meðal fyrirlesara eru:
Þá munu fyrrverandi framkvæmdastjórar sveitarfélaga fara yfir áskoranir sveitarfélaga vegna ofanflóðahættu fyrr og nú.
Skipuleggjendur málþingsins eru Ofanflóðasjóður, Veðurstofa Íslands, Vegagerðin, Almannavarnir, Samband íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Verkfræðingafélag Íslands og Snjóflóðasamtök Íslands.
Heimasíða málþingsins með frekari upplýsingum er Ofanflóð 2025 – Málþing um snjóflóð og samfélög
Opnað hefur verið fyrir skráningu.
Í skráningu er tekið á móti bókunum á málþingið, í gistingu, skoðunarferð og kvöldverð. Áhugasamir eru hvattir til þess að bóka strax flug.
Varnargarðar.
Varnargarðar.
Varnargarðar.
Varnargarðar.