9. júlí 2021
Kynn­ingar­fundur um breikk­un Reykja­nesbrautar (41) frá Krýsu­víkur­vegi að Hvassa­hrauni

Hafið er mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Almenningi gefst kostur á að kynna sér fyrirhugaða framkvæmd og frummatsskýrslu fimmtudaginn 15. júlí 2021.

Kynningin verður haldin í húsakynnum Vegagerðarinnar (Mótorskálanum), Borgartúni 5-7 í Reykjavík.  Húsið verður opið á milli kl. 14 og 18. Á staðnum verða fulltrúar frá Vegagerðinni og Mannviti.

Gefin hefur verið út frummatsskýrsla vegna framkvæmdarinnar. Allir geta skilað inn athugasemdum vegna skýrslunnar. Þær skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 23. ágúst 2021 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Frummatsskýrslan

 

setja í gagnasafn