Vegagerðin stendur fyrir kynningarfundi fyrir verktakafyrirtæki miðvikudaginn 28. september kl. 9.00 til 10.15, í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Þar verða kynntar þær samgönguframkvæmdir sem framundan eru á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugasamir verktakar eru velkomnir á fundinn.
Á fundinum verða til umfjöllunar fyrirhugaðar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu; stofnvegaframkvæmdir, göngu- og hjólastígar, innviðir vegna Borgarlínu, brýr, umferðastokkar, göngubrýr og undirgöng eru á meðal helstu verkefna. Farið verður yfir gerð og stærð verkefna, tímalínu framkvæmda og hvernig útboðsformi verður mögulega háttað.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, setur fundinn.
Bryndís Friðriksdóttir, svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðis Vegagerðarinnar. Samgöngusáttmálinn – helstu verkefni.
Sigurður Jens Sigurðsson, byggingarverkfræðingur hjá Vegagerðinni. Fyrirhugaðar samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, tímalína og framkvæmdir 2023-2028.
Fyrirspurnir og umræður.