31. maí 2023
Kærum vegna Arnar­nesvegar vísað frá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp úrskurð í dag, miðvikudaginn 31. maí, vegna kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 22. nóvember 2022 um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut.

Arnarnesvegur, 3. áfangi. Séð í NA eftir nýjum Arnarnesvegi.

Arnarnesvegur, 3. áfangi. Séð í NA eftir nýjum Arnarnesvegi.

Einnig kvað nefndin upp úrskurð vegna kæru sem barst um ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs frá 14. júní 2022 og ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. júlí s.á. um að samþykkja deiliskipulag Arnarnes­vegar, 3. áfanga, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Þess var krafist að ákvarðarnirnar yrðu felldar úr gildi. Í úrskurði nefndarinnar segir að hin kærða ákvörðun um deiliskipulag sé hvorki talin haldin þeim form- né efnisannörkum að ógildingu varði og kærunni er vísað frá.

Nánar má lesa um þetta á vef Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

140/2022 Arnarnesvegur 3. áfangi – Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (uua.is)

79/2022 Arnarnesvegur 3. áfangi – Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (uua.is)