14. apríl 2025
Hring­vegur (1) um Ölfusá – Spreng­ingar við árbakk­ann vest­an megin hefjast á næstu dögum

Jarðvegsrannsóknum vegna Ölfusárbrúar er nú lokið og stefnt er að því að framkvæmdir við undirstöður brúarinnar hefjist í byrjun maí. Unnið er að því að koma upp varnargarði í Ölfusá, frá eystri bakka árinnar í átt að Efri-Laugardælaeyju. Við enda garðsins verður sett 40 metra löng bráðabirgðabrú yfir á eyjuna. Þessi tenging verður notuð til að koma efni og búnaði á framkvæmdasvæðið en á eyjunni verður meðal annars reistur 60 metra hár turn.

Unnið er að jarðvegsskiptum í vegstæði Hringvegar (1) austan árinnar. Sú framkvæmd hefur gengið vel líkt og vegfarendur geta séð sem eiga leið fram hjá framkvæmdasvæðinu.

Vinna við vegskeringar vestan árinnar er hafin. Vegna þessa er búið að loka tveimur göngustígum í Hellismýrarskógi. Hjáleið fyrir gangandi vegfarendur er á veginum við árbakkann.

Sprengingar hafts við árbakkann vestan megin munu hefjast á næstu dögum

Vegagerðin brýnir fyrir fólki að fara að öllu með gát ef það er á ferð við framkvæmdasvæðið og fylgjast vel með öllum leiðbeiningum og upplýsingum sem finna má á skiltum á framkvæmdasvæðinu.

Vegagerðin beinum þeim tilmælum til vegfarenda, sem að þurfa að nota Laugardælaveg til að komast á golfvallarsvæðið, að kynna sér vel leiðbeiningar sem hafa verið og munu verða settar upp þar sem að framkvæmdasvæðið skarast við Laugardælaveg. Stór vinnutæki þurfa að eiga þar leið um veginn og því er afar mikilvægt að fyllstu varúðar sé gætt.

Aðstöðusköpun verktaka á svæðinu er að mestu lokið austan megin ár en aðstöðusköpun vestan ár er ekki hafin.

 

Sprengingar hafts við árbakkann vestan meginn hefjast á næstunni.

Sprengingar hafts við árbakkann vestan meginn hefjast á næstunni.

Með þessari tengingu verður hægt að koma efni og búnaði yfir í eyjuna.

Með þessari tengingu verður hægt að koma efni og búnaði yfir í eyjuna.