7. febrúar 2025
Háskóla­samfé­lagið stærsti hópur umsækj­enda

Í ár bárust alls 120 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar upp á samtals  418.492.204 krónur. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars.

Skipting fjárhæða umsókna 2025 eftir flokkum.

Skipting fjárhæða umsókna 2025 eftir flokkum.

Fjöldi umsókna 2025 eftir flokkum.

Fjöldi umsókna 2025 eftir flokkum.

Í fyrsta skipti í sögu sjóðsins koma flestar umsóknir frá háskólasamfélaginu og tengdum stofnunum eða 40 prósent. Háskólar hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og til glöggvunar voru umsóknir þaðan 8 prósent árið 2020. Stærsti hópur umsækjenda til þessa hafa verið verkfræðistofur. Aðrar umsóknir koma til dæmis frá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og Vegagerðinni.

Ólafur Sveinn Haraldsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Vegagerðarinnar, segir ánægjulegt hve margir hafi sótt um verkefnastyrk í ár. „Það er ánægjulegt að umsóknum fjölgaði í ár. Í fyrra bárust 115 umsóknir í sjóðinn, og því 5 fleiri í ár. Það sem vekur eftirtekt er að háskólasamfélagið er orðinn stærsti hópur umsækjenda í sjóðinn. Þetta hefur ekki gerst áður. Sem dæmi voru umsóknir frá háskólunum 10 talsins árið 2021 eða 7% umsókna, en í ár eru þær 40 talsins, eða 33% umsókna. Verkfræðistofurnar hafa ávallt verið stærsti hópurinn en þær eru þó ekki langt undan með 30% umsókna. Það sem skýrir þessa þróun er að öllum líkindum að rannsóknasjóður Vegagerðarinnar er orðinn vel kynntur innan háskólanna enda koma umsóknir í ár frá mismunandi deildum og sviðum.“

 

Skipting fjárhæða umsókna 2025 eftir umsækjendum.

Skipting fjárhæða umsókna 2025 eftir umsækjendum.

Mynd sem sýnir hverjir sóttu um 2025.

Mynd sem sýnir hverjir sóttu um 2025.

Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra meginflokka; mannvirki, umferð, umhverfi og samfélag.

Áherslur á þessa flokka taka mið af því markmiði rannsóknasjóðsins að stuðla að því að Vegagerðin geti sinnt hlutverki sínu og jafnframt að afla nýrrar þekkingar á starfssviði hennar,“ segir Ólafur Sveinn.

Rannsóknaráð Vegagerðarinnar kemur saman nú í febrúar til að fara yfir umsóknirnar. „Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun í byrjun mars,“ upplýsir Ólafur Sveinn.

Umsóknir skiptust þannig:

  • Vegagerðin: 15 umsóknir – samtals  54,3 m.kr.
  • Háskólar og tengdar stofnanir:  40 umsóknir – samtals 126,9 m.kr.
  • Opinberar stofnanir og fyrirtæki: 6 umsóknir – samtals 23,9m.kr.
  • Verkfræðistofur: 36 umsóknir – samtals 120,5 m.kr.
  • Aðrir: 23 umsóknir  – samtals 92,9 m.kr.

Nánari upplýsingar um Rannsókna- og þróunarstarf Vegagerðarinnar má finna hér á vef Vegagerðarinnar.