9. október 2024
Hálka í kort­unum

Hálka og hálkublettir eru víða á vegum landsins, enda allra veðra von á þessum árstíma. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um veður og færð á umferdin.is, vera búnir eftir aðstæðum og aka með gát.

Á höfuðborgarsvæðinu má reikna með snjóþekju í fyrramálið og því eru miklar líkur á hálku og krapa á vegum, gangstéttum og hjólastígum.

Þótt ekki sé reiknað með mikilli snjókomu þá er varhugavert að aka á sumardekkjum í hálku og snjóföl.

Í fyrramálið gæti einnig snjóað í Borgarfirði, við Faxaflóa, á Suðurnesjum og á Suðurlandi. Líkur eru á snjókomu eða éljagangi á Vesturlandi og Norðurlandi þegar líður fram á daginn. Vegagerðin verður á ferðinni við að hreinsa og hálkuverja allar helstu leiðir.