10. nóvember 2023
Grinda­víkur­vegur lokaður

Nauðsynlegt reyndist að loka Grindavíkurvegi síðdegis föstudaginn 10. nóvember þar sem stórir skjálftar síðustu klukkustundir hafa valdið skemmdum á veginum svo sem sjá má af myndunum sem fylgja fréttinni

Vegurinn er lokaður og á þessari stundu erfitt að segja til um hvenær hægt verður að hleypa umferð á að nýju. Unnið er að því hörðum höndum að gera við skemmdirnar en fletta þarf malbikinu af og setja fínt efni í staðinn. Aðrir vegir eru opnir til Grindavíkur, þ.e.a.s. Nesvegur og Suðurstrandarvegur (Krýsuvíkurvegur).

Best er að fylgjast með á umferdin.is
Einnig er hægt að hringja í 1777 og fá upplýsingar en þar er vakt til kl. 22:00

Rétt er einnig að fylgjast með fréttum frá almannavörnum þar sem ekkert lát er á skjálftum.

Viðbót kl. 19:25 – unnið er að hálkuvörnum á Nesvegi og Suðurstrandarvegi með öllum tiltækjum vélum þessa stundina.

Grindavíkurvegur um kl. 18:00

Grindavíkurvegur um kl. 18:00

Grindavíkurvegur um kl. 18:00

Grindavíkurvegur um kl. 18:00