15. júlí 2024
Gjögur­viti rifinn og annað vitaljós sett upp

Gjögurviti á Gjögri á Ströndum féll í hvassviðri í desember 2023 en ástand járnagrindar vitans var orðið bágborið. Starfsfólk Vegagerðarinnar fjarlægði brak úr vitanum í byrjun júlí en til stendur að reisa annað vitaljós á sama stað fyrir lok sumars.

Gjögurviti var 24 metra hár stálgrindarviti sem reistur var á Gjögri á Ströndum árið 1921. Hann var aflfæddur frá rafveitu og rafgeymar notaðir til vara. Hlutverk hans var að merkja í hvítu ljósi öruggar og fullnægjandi siglingaleiðir, en rauð og græn ljóshorn vitans merktu hættuljós yfir sker og boða. Vitinn var í reglubundnu viðhaldi á fimm ára fresti þar til rétt fyrir síðustu aldamót þegar tekin var ákvörðun um að hætta reglubundnu viðhaldi á stálvirkinu og nýta það fé sem sparaðist til að reisa nýjan vita sem væri ódýrari í viðhaldskostnaði.

Gjögurviti féll á hliðina í hvassvirði síðasta vetur.

Gjögurviti féll á hliðina í hvassvirði síðasta vetur.

Gjögurviti stóð á Gjögri á Ströndum. Mynd/Loftmyndir

Gjögurviti stóð á Gjögri á Ströndum. Mynd/Loftmyndir

Hinn rúmlega aldargamli Gjögurviti féll á hliðina í suðvestan hvassviðri í desember 2023. Ástand stálgrindar vitans var orðið bágborið og grindin illa farin af ryði. Vitinn var strax aftengdur. Í byrjun júlí fór vinnuflokkur á vegum Vegagerðarinnar á staðinn til að búta stálgrindina niður og flytja í burtu.

Eftir fall vitans var þörf á nýjum vita metin, enda þótti óvíst hvort þörf væri fyrir ljósvita á þessum stað. Niðurstaðan var sú að reisa nýtt vitaljós á sama stað.

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.

Gjögurviti var 24 metra hár stálgrindarviti sem reistur var á Gjögri á Ströndum árið 1921.

Gjögurviti var 24 metra hár stálgrindarviti sem reistur var á Gjögri á Ströndum árið 1921.

Kristinn Hauksson, forstöðumaður tækjadeildar Vegagerðarinnar, upplýsir að í stað vitans komi 24 m hátt mastur. „Á toppi mastursins verður fest LED vitaljós sem mun sinna sömu þörfum og gamli vitinn,“ segir Kristinn. Mastrið er á leið til landsins en stefnt er að því að setja það upp fyrir lok sumars. Kristinn segir aðstöðuna til framkvæmda á staðnum góða og hægt að koma að bæði krana og steypubíl til að setja upp nýja mastrið. Þá verði allt viðhald mun einfaldara en áður. „LED ljósin þarf nánast aldrei að skipta um ólíkt því sem var með eldri perurnar í gamla vitanum,” segir Kristinn og bætir við að vitaljósið, radarsvari og annar búnaður vitans verði hér eftir í beinni vöktun frá höfuðstöðvum Vegagerðarinnar. „Við getum þá brugðist við bilunum fljótar en hefur verið hingað til.”

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.

Gjögurviti féll í hvassviðri síðastliðinn vetur.

Gjögurviti féll í hvassviðri síðastliðinn vetur.

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.

Starfsmenn á vegum Vegagerðarinnar bútuðu stálgrind vitans niður á dögunum til að hægt væri að fjarlægja brakið.