16. júlí 2024
Gert við göngu­brú við Eski­fell í Lóni

Göngubrýrnar við Eskifell og Kollumúla yfir Jökulsá í Lóni skemmdust talsvert í óveðri sem gekk yfir Austurland í lok september 2022. Gert var við brúna við Kollumúla og hún styrkt sumarið 2023 en í júní síðastliðinn var gengið frá styrkingum og fullnaðarviðgerð á brúnni við Eskifell.

Göngubrúin yfir Jökulsá í Lóni við Eskifell er ein sú lengsta á landinu, 95 m löng. Hún var byggð af starfsmönnum Vegagerðarinnar árið 2004. Brúin skemmdist töluvert í óveðrinu sem gekk yfir Austurland í lok september 2022. Strax um haustið var farið í bráðabirgðaviðgerðir.

Það var svo í lok júní á þessu ári sem starfsmenn verktaka á vegum Vegagerðarinnar gengu frá styrkingum og kláruðu viðgerðir á göngubrúnni við Eskifell. Skipt var um og lagfærðar sjö hengistangir, skipt um vindstífingarkrossa undir gólfi, gengið frá betri festingum á handriðsvírum auk þess sem allir gólfplankar voru endurskrúfaðir og samskeyti stálbita hert og yfirfarin. Einnig var múrað í skemmdir á stöplum og gengið frá rampi upp á gólfið í báðum endum.

Mjög vinsælt er að ganga um Lónsöræfi enda svæðið rómað fyrir margbreytileika og fegurð. Brýrnar í Eskifelli og Kollumúla eru mikilvægir samgönguinnviðir sem greiða för göngufólks.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.

Viðgerðir á göngubrú við Eskifell yfir Jökulsá í Lóni í júní 2024.