29. desember 2023
Arnar­nesvegur – fram­kvæmd­ir á áætl­un

Framkvæmdir við Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut, hófust um miðjan ágúst. Undanfarið hefur verið unnið að breikkun Breiðholtsbrautar sunnan núverandi vegar. Jarðefni sem þarf að fjarlægja er m.a. notað í fyllingar í nýjan Vetrargarð sem Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Í Elliðaárdal er búið að malbika og setja lýsingu á hjáleið fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um svæðið.

Laus jarðefni notuð í nýjan Vetrargarð

 

Frá því að verkið hófst hefur verið unnið að breikkun Breiðholtsbrautar sunnan núverandi vegar, milli Vatnsendahvarfs og Jaðarsels. Í nýju vegstæði Arnarnesvegar sunnan Breiðholtsbrautar hafa laus jarðefni, sem ekki eru burðarhæf, verið fjarlægð. Þegar er búið að taka laus jarðefni á kaflanum frá Breiðholtsbraut og um 200 metra suður fyrir Útvarpsstöðvarveg. Jarðefnið verður notað til fyllingar í nýjan Vetrargarð sem er í uppbyggingu austan Jafnasels, á svæðinu þar sem skíðalyftan var áður staðsett. Í vegstæði Arnarnesvegar norðan Breiðholtsbrautar er unnið við uppmokstur lausra óburðarhæfra jarðefna. Það efni verður notað í fláa vegarins í Elliðaárdalnum.

Einnig er unnið við uppsteypu landstöpuls nýrrar brúar yfir Breiðholtsbraut að norðan. Vegna lokana á gang- og hjólastígum á framkvæmdasvæðinu í Elliðaárdal var malarstígur sem liggur nær Elliðaánum á móts við Fella- og Hólakirkju til suðurs á móts við Vatnsendahvarf malbikaður og sett var upp lýsing við stíginn. Stígurinn er hjáleið fram hjá framkvæmdasvæðinu á meðan verki stendur.

Nánari upplýsingar um framkvæmdirnar.

Myndband af Arnarnesvegi.

Unnið er við uppsteypu landstöpuls nýrrar brúar.

Unnið er við uppsteypu landstöpuls nýrrar brúar.

Laus jarðefni munu nýtast í önnur verkefni.

Laus jarðefni munu nýtast í önnur verkefni.