Við notum vafrakökur á þessari vefsíðu
Við notum vafrakökur til að safna og greina upplýsingar um notkun og virkni vefsíðunnar, til að geta notað lausnir frá samfélagsmiðlum og til að bæta efni og birta viðeigandi markaðsefni.
Vafrakökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan geturðu lesið um hvern þeirra og leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki sem hafði áður verið leyfður er hafnað er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafrakökuyfirlýsingunni.
Nauðsynlegar kökur
Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan mun ekki virki rétt án þessara vafrakaka og þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Vafrakökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka og fyrir neðan geturðu lesið um hvern þeirra og leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki sem hafði áður verið leyfður er hafnað er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafrakökuyfirlýsingunni.
Nauðsynlegar kökur
Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan mun ekki virki rétt án þessara vafrakaka og þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|---|---|---|---|
bokunSessionId_60bdc944-20fc-44e5-9c45-04c37d2f6bf3 | www.vegagerdin.is | / | 1 klukkutími | |
__cf_bm | .vimeo.com | / | 1 klukkutími | Þriðji aðili |
The __cf_bm cookie supports Cloudflare Bot Management by managing incoming traffic that matches criteria associated with bots. The cookie does not collect any personal data, and any information collected is subject to one-way encryption. | ||||
_cfuvid | .vimeo.com | / | Vafra lokað | Þriðji aðili |
Used by Cloudflare WAF to distinguish individual users who share the same IP address and apply rate limits | ||||
cookiehub | .vegagerdin.is | / | 365 dagar | |
Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site. |
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar.
Nafn | Lén | Slóð | Rennur út | Merki |
---|
Framkvæmdir við nýja göngu- og hjólabrú yfir Dimmu, sem er hluti Elliðaáa í Víðidal, hófust í febrúar. Nýja brúin verður mikil samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem eiga leið um þessa náttúruperlu. Samhliða brúarsmíðinni verða byggðir upp nýir og endurbættir göngu- og hjólastígar sem munu liggja að nýju stígakerfi við Grænugróf í Elliðaárdal og meðfram nýjum Arnarnesvegi. Áformað er að opna brúna yfir Dimmu á næsta ári.
Brúin verður lágreist 46 metra löng timburbrú, sem er hönnuð með tilliti til staðsetningar hennar yfir Elliðaárnar og mun falla vel inn í landslagið. Tekið er sérstakt tillit til þeirra sem nota Elliðaárdalinn til útivistar og afþreyingar, sem og þeirra sem veiða í ánum og því er aðgengi undir brúna tryggt.
Áætlað er að stígagerð að brúarstæðinu og uppsteypa brúarstöpla verði lokið fyrir 1. maí næstkomandi. Þá verður gert hlé á framkvæmdum vegna göngutíma laxa í ánni og verkinu síðan fram haldið eftir 15. október.
Brúin er hönnuð fyrir 100 ára líftíma með hæfilegu viðhaldi. Hún verður fær snjóruðningstækjum og þjónustubílum vegna viðhalds og snjóruðnings.
Við brúarsmíðina verður þess gætt að lágmarka allt rask á gróðri og vernda lífríki árinnar svo náttúrulegt ferli truflist ekki um of vegna verkefnisins.
Brú yfir Dimmu og göngu- og hjólastígakerfið er hluti af framkvæmdum vegna nýs Arnarnesvegar sem heyra undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.
Núverandi brú yfir Dimmu er löngu komin til ára sinna. Um er að ræða gamla lagnabrú fyrir vatns- og hitaveitu, en fyrir nokkrum misserum voru smíðaðir nýir rampar sitthvoru megin við brúna til að fólk kæmist um hana. Yfir vetrartímann hefur verið erfitt að fara yfir brúna, ekki síst með vagna, kerrur eða hjól og því löngu orðið tímabært að byggja nýja brú sem stenst nútímakröfur.
Úti og Inni Arkitektar og Verkís verkfræðistofa hönnuðu brúna í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Arkitekt brúarinnar er Baldur Ólafur Svavarsson hjá Úti og Inni Arkitektum.
Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna ohf., Veitna og Mílu. Verktakar eru Loftorka og Suðurverk. Eftirlit er í höndum VSB.