29. september 2023
Flug til Húsa­víkur styrkt

Flug til Húsvíkur verður styrkt næstu tvo mánuði á meðan að  framtíðarfyrikomulag þeirra mála verður skoðað. Samkomulag hefur verið gert við flugfélagið Ernir að það fljúgi áfram til Húsavíkur fimm sinnum í viku.

Flugfélagið hefur haldið uppi flugi til Húsavíkur sjö sinnum í viku án þess að það hafi verið styrkt. Nú hefur ríkið tekið ákvörðun um að styrkja fimm ferðir til Húsavíkur í október og nóvember meðan farið er yfir framtíðarfyrirkomulag flugsins.

 

Fréttatilkynning

flug til húsavíkur

flug til húsavíkur