Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið annars vegar við flugfélagið Norlandair um flug til Húsavíkur og hins vegar við Mýflug um flug til Vestmannaeyja.
Vegagerðin hefur fyrir hönd ríkisins samið við flugfélagið Norlandair um að fljúga fjórar flugferðir í viku milli Húsavíkur og Reykjavíkur á tímabilinu 16. desember 2024 til 15. mars 2025. Unnið er að undirbúningi en nánari upplýsingar verður hægt að finna á heimasíðu flugfélagsins innan skamms, www.norlandair.is
Sömuleiðis hefur verið samið við flugfélagið Mýflug um að fljúga til Vestmannaeyja fjórum sinnum í viku frá 1. desember 2024 til og með 28. febrúar 2025. Samningurinn hefur þegar tekið gildi og hægt er að bóka flug á vef Mýflugs, www.myflug.is.
Umræddar flugleiðir eru styrktar til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á flugleiðinni á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðinu.