28. júní 2022
Fjarðar­heiðar­göng – hvern­ig breyt­ist ásýnd­in?

Myndahefti, þar sem sjá má hvernig ásýnd umhverfis við Egilsstaði og Seyðisfjörð getur hugsanlega breyst með tilkomu Fjarðarheiðarganga, má finna á vef Vegagerðarinnar.

Gerðar voru ásýndarmyndir fyrir þær leiðir sem teknar eru fyrir í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum; norðurleið, miðleið og suðurleið. Í heftinu má sjá nýjar veglínur tölvuteiknaðar inn á ljósmyndir. Þess skal geta að ekki er um endanlega verkhönnun að ræða.

Frestur til að skila inn umsögnum um nýja skýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga er til 5. júlí 2022.

Allar nánari upplýsingar um matsskýrslu Fjarðarheiðarganga má nálgast í gegnum þennan hlekk. 

Þar má finna skýrsluna í heild sinni , vefsjá um Fjarðarheiðargöng og ýmsa viðauka.

Myndaheftið með ásýndarmyndunum má nálgast hér.

Breytt ásýnd. Horft í vesturátt við Gufufoss að fyrirhuguðum gangamunna.

Breytt ásýnd. Horft í vesturátt við Gufufoss að fyrirhuguðum gangamunna.

Jarðgöng og valkostir um veglínur sem eru til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga.

Jarðgöng og valkostir um veglínur sem eru til skoðunar í mati á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga.