Umferðartölfræði gefur til kynna að heimsóknir hafi verið í meðallagi. Á hverju ári hefur Umferðardeild Vegagerðarinnar tekið saman umferðartölfræði, í tengslum við Fiskidaginn á Dalvík, en vegna Covid hefur slíkt ekki verið gert síðan 2019. Núna var Fiskidagurinn aftur haldinn eftir umrætt hlé og var áætlaður heildarheimsóknafjöldi til Dalvíkur þessa helgi 31 þúsund manns, sem er í meðallagi ef miðað er við árin 2015-2019.
Covid-hléið gaf hins vegar tækifæri á að áætla fjölda persóna, sem eiga leið um þéttbýlið Dalvík, á þessum sama tíma og þegar hátíðin er haldin, þegar engin hátíð er. Kemur þá í ljós að sá fjöldi er að jafnaði um 12 þús. einstaklingsheimsóknir.
Svo þá mætti segja að raun gestafjöldi, á Fiskideginum sjálfum, sé mismunur þessara tveggja stærða eða 19 þúsund.
Talning stóð yfir frá miðnætti aðfaranótt föstudags til miðnættis á sunnudeginum.