Herjólfur mun sigla átta ferðir daglega milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja í stað sjö frá og með 1. júlí. Um er að ræða tímabundna breytingu á áætlun ferjunnar sem gildir til 11. ágúst. Ferðir Herjólfs um verslunarmannahelgina, dagana 1.-5. ágúst, verða samkvæmt siglingaráætlun fyrir Þjóðhátíð 2024.
Með þessari auknu þjónustu er komið til móts við þá fjölmörgu sem vilja leggja leið sína til Vestmannaeyja yfir hásumarið en á síðustu tveimur árum hefur farþegum og bílum fjölgað mikið á þessu tímabili.
Nánari upplýsingar um siglingaáætlun Herjólfs er að finna á herjolfur.is