27. júní 2024
Fargjald í lands­byggðar­strætó hækkar 1. júlí

Fargjöld stakra farmiða í landsbyggðarstrætó munu hækka úr 570 kr. í 600 kr. þann 1. júlí næstkomandi. Breytingin er í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en síðast var fargjald í strætó á landsbyggðinni hækkað í júlí 2023. Verð á tímabilskortum og nemakortum haldast óbreytt. 

Fargjöld með landsbyggðarstrætó eru greidd um borð í vögnunum með reiðufé, greiðslukortum eða tímabilskortum. Allar upplýsingar um tímaáætlun og ferðir vagna má finna á straeto.is eða í Klapp-appinu.  

 

 Fargjöld með landsbyggðarstrætó eru greidd um borð í vögnunum með reiðufé, greiðslukortum eða tímabilskortum.

Fargjöld með landsbyggðarstrætó eru greidd um borð í vögnunum með reiðufé, greiðslukortum eða tímabilskortum.