Færð getur spillst á nokkrum stöðum um landið í seint í kvöld, snemma í fyrramálið og fram undir hádegið vegna sviptinga í veðri. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og ástandi vega á upplýsingavef Vegagerðarinnar, www.umferdin.is
Á Hellisheiði, í Þrengslum, á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði gæti færð spillst og vegir lokað um tíma á bilinu 05:00-10:00 í fyrramálið.
Einnig verður mjög hvasst undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi frá klukkan 05:00-09:00.
Vík í Mýrdal: Búast má við að vegurinn frá Vík austur að Lómagnúpi lokist eftir að þjónustu líkur í kvöld, eða eftir klukkan 21.30. Þá má búast við að akstursskilyrði verði erfið í fyrramálið vegna ófærðar.
Snæfellsnes: Í fyrramálið verður vonskuveður á Snæfellsnesi, jafnvel óveður með talsverðri úrkomu, sér í lagi norðanmegin. Þar hlýnar og getur orðið flughált um tíma. Veður gengur niður er líður að hádegi en verður áfram hvasst og með úrkomu.
Brattabrekka og Holtavörðuheiði: Búast má við slæmu ferðaveðri, jafnvel óveðri í fyrramálið með skafrenningi og eða snjókomu og svo rigningu.
Sunnanverðir Vestfirðir: Talsverð snjókoma og vindur í nótt og geta fjallvegir orðið ófærir í fyrramálið. Veður fer að ganga niður er dregur að hádegi og þá fer að rigna.
Skeiða- og Hrunamannavegur lokaður (hjáleið): Vegna yfirvofandi vatnavaxta þurfti að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg við brúna yfir Stóru-Laxá. Þetta er gert til að vernda nýja brú sem er í smíðum en þrengt hefur verið að árfarveginum og lítið svigrúm fyrir vatnavexti. Veginum var lokað um hádegisbil fimmtudaginn 19. janúar og búist er við að lokað verði í nokkra daga. Ökumönnum er bent á merktar hjáleiðir um Skálholtsveg (31), Biskupstungnabraut (35) og Bræðratunguveg (359).