13. febrúar 2025
Bikblæð­ingar víða á Vestur­landi

Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku (60), í gengum Dalina (60), yfir Svínadal (60) og út Hvolsdal (60) en einnig á veginum yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi (56), undir Hafursfelli (54) og að Heydalsafleggjara(54). Sama gildir um þjóðveg 1, frá Borgarnesi yfir Holtavörðuheiði í Hrútafjörð.

Bikblæðingar á Vatnaleið á Snæfellsnesi í febrúar 2025.

Bikblæðingar á Vatnaleið á Snæfellsnesi í febrúar 2025.

Vegfarendur eru beðnir að aka varlega á þessum leiðum en hraði er víða tekinn niður í 70 km/klst. Í aðstæðum sem þessum getur bik og möl festst á dekk. Þeir sem verða fyrir tjóni er bent á að senda inn tjónaskýrslu á mínum síðum á vef Vegagerðarinnar. Tjónaskylda Vegagerðarinnar er metin í hverju tilviki.

Sé þörf á þrifum eða viðgerðum mælir Vegagerðin með að fólk leiti til fagaðila.

Allir upplýsingar um færð á vegum er að finna á umferdin.is.