14. nóvember 2024
Aurskriður á Vest­fjörð­um – mynd­band

Fordæmalausar aðstæður hafa skapast á Vestfjörðum síðustu daga þar sem mikil úrkoma hefur orsakað fjölda aurskriða sem hafa fallið úr fjallshlíðum, meðal annars á vegi. Starfsfólk Vegagerðarinnar hefur haft í nógu að snúast eins og sést í þessu myndbandi sem Haukur Sigurðsson ljósmyndari tók við Eyrarhlíð nærri Hnífsdal þar sem stór skriða fór yfir veginn þriðjudaginn 12. nóvember.

Myndirnar tala sínu máli en í myndbandinu er rætt við Sigurð Guðmund Sverrisson, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni á Ísafirði og Gunnar Má Jónsson, verktaka. Gunnar segist aldrei hafa séð annað eins á sínum ferli, og Sigurður segir aðstæður erfiðar, enda sífellt að bætast við spýjur úr hlíðinni.

Skemmdir hafa orðið á vegriðum en ekki er ljóst hvort vegurinn sjálfur hafi orðið fyrir tjóni. Það mun koma í ljós á næstu dögum. Vegagerðin fylgist vel með þróun mála.

Aurskriður á Vestfjörðum. Skriða fellur úr Eyrarhlíð á Djúpveg (61) við Hnífsdal.

Aurskriður á Vestfjörðum. Skriða fellur úr Eyrarhlíð á Djúpveg (61) við Hnífsdal.

Aurskriður á Vestfjörðum. Skriða fellur úr Eyrarhlíð á Djúpveg (61) við Hnífsdal.

Aurskriður á Vestfjörðum. Skriða fellur úr Eyrarhlíð á Djúpveg (61) við Hnífsdal.