26. janúar 2024
Unnið í nýju vegstæði Arnar­nesvegar

Framkvæmdir við þriðja áfanga Arnarnesvegar, milli Rjúpnavegar og Breiðholtsbrautar, eru komnar á fullt skrið eftir jólafrí. Vinnu við sprengingar vegna breikkunar Breiðholtsbrautar er lokið. Nú er unnið við sprengingar í vegstæði Arnarnesvegar.

Byrjað var til móts við Vatnsendaveg og er unnið til suðurs í áttina að Rjúpnavegi. Grjótið, sem sprengt var við Breiðholtsbraut, er flutt og notað í fyllingu við nýja brú sem kemur Elliðaárdalsmegin yfir Breiðholtsbraut.

Þá er unnið við uppsteypu nyrðri landstöpuls brúarinnar og vinna við undirstöður syðri  landstöpulsins er hafin. Einnig er unnið við nýja stofnæð hitaveitu sem lögð verður norðan Breiðholtsbrautar frá Suðurfelli til austurs að Elliðaám.

Arnarnesvegur. Yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæðið.

Arnarnesvegur. Yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæðið.

Unnið hefur verið að breikkun Breiðholtsbrautar.

Unnið hefur verið að breikkun Breiðholtsbrautar.

Myndband af Arnarnesvegi