3. september 2024
Annir í Vík vegna vatna­vaxta

Vatnavextir í ám undir Eyjafjöllum ollu nokkrum skemmdum á vegum og tengdum mannvirkjum síðastliðna helgi.

Drulla og torf fór yfir veginn við bæinn Dalshöfða austan Kirkjubæjarklaustur.

Drulla og torf fór yfir veginn við bæinn Dalshöfða austan Kirkjubæjarklaustur.

Hlíðin við bæinn Dalshöfða austan Kirkjubæjarklaustur skreið fram um helgina.

Hlíðin við bæinn Dalshöfða austan Kirkjubæjarklaustur skreið fram um helgina.

Talsverðar annir voru á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal um helgina vegna mikils vatnsveðurs. „Já, þetta var ansi líflegt,“ segir Ágúst Freyr Bjartmarsson, yfirverkstjóri á þjónustustöðinni sem tók nokkrar myndir af þeim skemmdum sem urðu og deilir hér með lesendum.

Fyrst nefnir hann varnargarð sem fór í sundur á um tvö hundruð metra kafla við ánna Laugará við veg 242 undir Eyjafjöllum. „Þar flaut vatn yfir vegi og tún en verktaki vinnur nú að því að laga varnargarðinn,“ segir Ágúst. Þá varð aurskriða við bæinn Dalshöfða austan við Kirkjubæjarklaustur og mold og torf þöktu veginn. Hann var orðinn fær á mánudag.

Starfsmenn þjónustustöðvarinnar urðu að loka veginum inn í Þórsmörk um tíma þar sem vöðin yfir árnar voru orðin hættuleg. „Við fengum mann frá Þjótanda til að fara á jarðýtu og laga vöðin. Lakavegur var líka lokaður en ekki urðu þar neinar skemmdir,“ segir Ágúst en ennþá er unnið að því að laga vöðin í Þórsmörk sem eru mörg.

Rafstrengur til Víkur fór í sundur í Jökulsá á Sólheimsandi og rafmagn fór af Víkurþorpi í nokkra tíma. Brugðist var við með því að setja rafmagnskapal á handrið brúarinnar yfir Jökulsánna og aðstoðuðu starfsmenn Vegagerðarinnar við það verkefni.

Vatn flaut yfir vegi og tún þegar varnargarður fór í sundur við ánna Laugará undir Eyjafjöllum.

Vatn flaut yfir vegi og tún þegar varnargarður fór í sundur við ánna Laugará undir Eyjafjöllum.

Vatn flaut yfir vegi og tún þegar varnargarður fór í sundur við ánna Laugará undir Eyjafjöllum.

Vatn flaut yfir vegi og tún þegar varnargarður fór í sundur við ánna Laugará undir Eyjafjöllum.