10. júní 2022
Aldrei meiri umferð í maí á Hring­vegi

Umferðin á Hringvegi í maí jókst talsvert mikið eða um tæp tíu prósent. Aldrei hefur mælst jafn mikil umferð í maí og núna. Met frá árinu 2019 var slegið. Reikna má með að umferðin í ár aukist um meira en þrjú prósent og gangi það eftir verður met umferðarár í ár.

Samanburður á umferð milli sömu mánaða fyrir árin 2021 og 2022
Umferð jókst talsvert í nýliðnum maí miðað við sama mánuð á síðasta ári, eða um 9,7%.  Þessi mikla aukning varð til til þess að nýtt met var slegið í umferð um lykilteljara á Hringvegi, en gamla metið var frá árinu 2019. Nýja metið reyndist  6,7% yfir því gamla.

Hlutfallslega jókst umferð mest um Austurland eða um 47,6% en minnst jókst hún í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 4,7%.

Aukning varð í öllum mælisniðum og einstaka sniði jókst umferð, hlutfallslega mest við Hvalsnes í Lóni, á Austurlandi, eða um 129,5%. Að svipaðri stærðargráðu var mælisnið á Mýrdalssandi en þar jókst umferðin um rúmlega 123,2%.

Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin hlutfallsleg breyting

Umferðin eftir mánuðum

Umferðin eftir mánuðum