29. maí 2024
Hraun runn­ið yfir Grinda­víkur­veg og Norður­ljósa­veg

Hraun hefur nú runnið yfir Grindavíkurveg norðan við Grindavíkurbæ. Norðurljósavegur er einnig farinn undir hraun. Aðeins eru um 50 metrar í að hraun fari yfir Grindavíkurveg norðan við Svartsengi og miklar líkur eru á að Nesvegur lokist fljótlega vegna hraunflæðis.

Hraun flæðir í áttina að Suðurstrandavegi

Uppfært kl. 17:00: Hraun hefur runnið yfir Nesveg.

Þá rennur hraun til suðurs í átt að Suðurstrandarvegi.

Vegagerðin fylgist grannt með stöðu mála og beðið er átekta nú þegar gos er nýhafið.

Allir vegir til og frá Grindavík eru lokaðir fyrir almenna umferð eins og stendur.