Eftir­lits­maður á umsjónar­deild Norður­svæð­is

  • StarfsstöðNorðurland eystra
  • DeildSérfræðistörf
  • Starfshlutfall100%
  • Umsóknarfrestur7. apríl 2025

Vegagerðin auglýsir eftir eftirlitsmanni með framkvæmdum í þjónustu bæði nýframkvæmdir og viðhald vega. 
Um er að ræða fullt starf á umsjónardeild Norðursvæðis og er svæðisstöðin á Akureyri.  

Tekið skal fram að starfið felur í sér ferðalög um Norðursvæði og þurfa umsækjendur að vera tilbúnir til að sinna verkefnum á starfssvæðinu öllu.

Helstu verkefni

  • Eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi vega á öllu Norðursvæði
  • Vinna við áætlun  og undirbúning með framkvæmdum bæði tæknileg og fjárhagslega  
  • Utanumhald með verkfundum, gæðaeftirlit
  • Skráning gagna í kerfi Vegagerðarinnar
  • Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldi
  • Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka

Hæfniskröfur

  • Iðnmenntun og/eða löng reynsla sem nýtist í starfi
  • Tæknimenntun æskileg 
  • Almenn ökuréttindi  
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Nákvæmni og öguð vinnubrögð 
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp 
  • Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund 
  • Gott vald á íslensku og ensku 
  • Góð öryggisvitund

 


Frekar upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. 
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. 

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Stefán Þór Pétursson
Stefán Þór Pétursson

stefan.th.petursson
@vegagerdin.is