Umferðar­teljarar

Vegagerðin rekur umferðarteljara víða um land sem telja ökutæki samfellt alla daga ársins og upplýsingar frá meira en helmingi þeirra berast sjálfvirkt til Vegagerðarinnar og eru þær upplýsingar aðgengilegar í þessari þjónustu.

Umferðargreinar mæla fjölda ökutækja en auk þess mæla þeir t.d. hraða ökutækja. Aðrir umferðarteljarar skrá eingöngu fjölda ökutækja. Slíkir teljarar eru tengdir flestum veðurstöðvum auk nokkurra sem standa sér.

Upplýsingar úr umferðargreinum og umferðarteljurum sem eru tengdir veðurstöðvum eru sóttar að jafnaði nokkrum sinnum á klukkustund, en upplýsingar frá teljurum sem ekki eru tengdir veðurstöðvum, berast Vegagerðinni í sumum tilvikum sjaldnar.

Hér er dæmi um hvernig má kalla á vefþjónustuna gis:umferdvika_2021_1 fyrir umferðarteljarana. Sjálfgefið snið á þjónustunni er GML2 og í hnitakerfi ÍSN93:

https://gagnaveita.vegagerdin.is/geoserver/gis/ows?service=WFS&version=1.0.0&request=GetFeature&typeName=gis:umferdvika_2021_1