Námur

Vegagerðin heldur utan um námuskrá þar sem finna má flesta efnistökustaði á landinu óháð því hverjir hafa tekið þar efni eða eru námuhaldarar. Efnistökustaðir er skilgreindir sem námur og skeringar. Skeringar eru staðir í og við vegi þar sem að efni hefur verið tekið til að rýmka fyrir nýjum vegi. Í mörgum tilvikum hafa skeringar verið skráðar í námuskrána. Í einhverjum tilvikum hafa skeringar verið nýttar áfram sem námur.

Í námuskránni eru einnig að finna hugsanlega framtíðarefnistökustaði og eru sumir þeirra þegar á aðalskipulagi sveitarfélaga.

Námur
Þjónustan inniheldur upplýsingar og staðsetningar á námum og skeringum sem eru skráðar í námuskrá Vegagerðarinnar. Í námuskránni er leitast við að halda utan um allar námur og skeringar óháð því hverjir hafa tekið þar efni.

Dæmi um hvernig má kalla á vefþjónustuna gis:namur_2022_1 fyrir efnistökustaði. Sjálfgefið snið á þjónustunni er GML2 og í hnitakerfi ÍSN93:
https://gagnaveita.vegagerdin.is/geoserver/gis/ows?service=WFS&version=1.0.0&request=GetFeature&typeName=gis:namur_2022_1

Hægt er að bæta við breytum:
Hnitakerfi
srsName=EPSG:3057 (ÍSN93)
srsName= EPSG:4326 (WGS84)
Skilyrði, t.d.:
cql_filter=IDSTOD=20459
Gagnasnið
outputFormat=GML2 WFS 1.0.0
outputFormat=GML3 WFS 1.1.0
outputFormat=shape-zip Þjöppuð shape skrá (ZIP)
outputFormat=application/json json
outputFormat=text/javascript
outputFormat=csv Comma Separated Values
Dæmi um kall í vefþjónustuna þar sem beðið er um ákveðinn efnistökustað þar sem fastnúmer er 20459 (cql_filter=FASTNR=20459) í vörpun WGS84 (srsName= EPSG:4326) og á json sniði (outputFormat=application/json):

https://gagnaveita.vegagerdin.is/geoserver/gis/ows?service=WFS&version=1.0.0&request=GetFeature&typeName=gis:namur_2022_1&cql_filter=FASTNR=20459&srsName=EPSG:4326&outputFormat=application/json

Eigindi fyrir namur (gis: namur_2022_1)
Heiti
Tag
Lýsing
Dæmi (jason)
FASTNR
INT
Einkvæmt númer fyrir efnistökustað
20459
HEITI
STRING
Heiti á efnistökustað
Hamranes
STADARFLOKKUN
STRING
Staðaflokkun segir til um hvort um námu eða skeringu sé að ræða
Náma
GERD
STRING
Gerð námu
Storkubergsnáma
EFNISTAKA 
STRING 
Staða efnistöku 
Náma í notkun
SETMYNDUN 
STRING
Setmyndun á efnistökustað 
Óskráð
SETGERD 
STRING 
Setgerð 
Annað
BERGMYNDUN 
STRING
Bergmyndun á efnistökustað
Gosberg, eldra en fránútíma
BERGGERD
STRING 
Berggerð 
Basalt
DAGSSKRAD 
DATE
Dagsetning þegar efnistökustaður var skráður í núverandi útgáfu af námuskrá 
20.7.2000
DAGSBREYTT
DATE
Dagsetning þegar öðrum eigindum en frágangi var breytt
 12.11.2012
FRAGANGUR 
STRING 
Staða frágangs 
Ófrágengin
DAGSSKRADFRAGANGUR 
DATE
Dagsetning þegar staða frágangs var skráð 
20.7.2000
SHAPE
LINESTRING 
Hnit námu 
[355397,396249.2]

Eigindin STADARFLOKKUN, GERD, EFNISTAKA, SETMYNDUN, SETGERD, BERGMYNDUN, BERGGERD og
FRAGANGUR eru með föstum gildum:

STADARFLOKKUN

Náma: Eiginlega náma
Skering: Efnistökusvæði í og við veg þegar efni efni er tekið til að rýma fyrir vegi. Áframhaldandi
efnistaka getur komið til greina í skeringum eftir að veglagningu lýkur.

GERD
Ekki skráð: Engar upplýsingar skráðar
Set- og bergnáma: Náma sem bæði í bergi og seti
Setnáma
Storkubergsnáma

EFNISTAKA
Efni búið
Efnistöku lokið
Ekki skráð: Engar upplýsingar skráðar um efnistöku
Engin fyrri efnistaka: Hugsanlegt framtíðarefnistökusvæði þó svo að engin efnistaka hafi farið fram á
svæðinu.
Friðun
Landeigandi andvígur efnistöku
Náma í notkun

SETMYNDUN
Annað
Aurkeila
Aurskriða
Áreyrar
Árhjalli
Berghlaup
Berghlaup eða þelaurð
Botn- eða leysingarruðningur
Botnruðningur
Dalfylla
Fjara við stöðuvatn
Fokset
Forn óseyri
Forn sjávarkambur
Frostveðrunarset
Hrunskriða
Jaðarhjalli
Jökuláraurar
Jökulgarður
Leirsteinn
Leirur
Leysingarruðningur
Malarás
Malarhjalli
Mold
Móberg (túff)
Mór
Núverandi sjávarkambur
Óseyri
Óskráð
Rauðamöl
Sandsteinn
Siltsteinn
Sjávarleir
Sjávarrif
Sjávarset
Skriðukeila
Svelgás
Vikur

SETGERD
Annað
Fínefnaríkt efni (F3)
Fínefnaríkur sandur
Fínefnaríkur sandur með möl
Jökulruðningur
Mold
Moldarblandað efni
Möl
Möl blönduð fínefnum (F2)
Óskráð
Sandur
Skriðuefni
Stórgrýti
Stórgrýtt möl
Sylti/leir

BERGMYNDUN
Annað
Berggangur
Blágrýti (Tertíer)
Bólstraberg
Bólstrabrotaberg
Djúpberg
Gjallgígur
Gosberg, eldra en frá nútíma
Grágrýti
Hraun frá nútíma
Hraun frá nútíma og gjall
Kubbaberg
Óskráð

BERGGERD

Andesít
Annað
Basalt
Dílabasalt
Díorít
Dólerit
Gabbró
Gjall
Granít
Granófýr
Líparít
Míkró díórít
Ólivínþóleiít
Óskráð
Rauðamöl
Þóleiít

FRAGANGUR
Ekki skráð: Engar upplýsingar skráðar
Frágengin með haugum: Náma er frágengin en í henni eru samt malarhaugar
Frágengin með haugum, vottun: Frágengin með haugum, vottun
Frágengin með vottun: Náma er frágengin með vottun
Fullfrágengin
Hálffrágengin
Ófrágengin
Óopnuð: Engin efnistaka hefur farið fram, hugsanlegt framtíðarefnistökusvæði.