Í þessari rannsókn var þróuð ný tenging milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls með því markmiði að hraða brúarframkvæmdum. Smíðuð voru tvö prófstykki í 63% skala í Vegagerðinni og í BM Vallá og þau prófuð á tilraunagólfi Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands. Fyrra stykkið var útfært hefðbundið þar sem bæði sökkull og stöpulveggur eru staðsteyptir. Síðara prófstykkið var útfært með nýju tengingunni þar sem forsteyptum stöpulvegg er stungið niður í staðsteyptan sökkul. Bæði prófstykki fóru í gegnum 11 færslustýrt álagspróf. Þessi áfangaskýrsla lýsir þróun nýju tengingarinnar, smíði prófstykkjanna, efnisprófunum sem fóru fram, uppsetningu tilrauna og prófun þeirra. Nýja tengingin hentar líka fyrir stoðveggi.
Rúnar Steinn Smárason, Franz Sigurjónsson, Ching-Yi Tsai, Bjarni Bessason og Ólafur Sveinn Haraldsson
nr_1800_931_throun-nyrrar-tengingar-milli-forsteypts-stopulveggjar-og-stadsteypts-sokkuls.pdf
Sækja skrá