Þessi skýrsla er unnin vegna ábendingar sem barst til fagnefndar stoðdeildar Vegagerðarinnar um afgreiðslu ábendinga, þess efnis að núgildandi markalínur Efnisgæðaritsins fyrir hálkuvarnarsand væru ekki allskostar réttar. Þessi rannsókn sýnir að aðsend sýni af hálkuvarnarsandi hafi flest verið með hagstæða kornadreifinu, en þó alls ekki öll. Sum sýnin reyndust of fíngerð til að geta talist heppileg til hálkuvarna, en það bendir til þess að markalínur í Efnisgæðaritinu séu of víðar. Niðurstöður benda til þess að í sumum tilfellum væri nauðsynlegt að vinna sandinn meira, bæði til að fá hagstæða kornadreifingu, auka brothlutfall hans og kornalögun.
Pétur Pétursson, stoðdeild Vegagerðarinnar
Birkir Hrafn Jóakimsson