Í því skyni að efla fagmennsku, framsýni og öryggi í starfsemi Vegagerðarinnar staðfestir forstjóri Vegagerðarinnar siða- og samskiptareglur fyrir alla starfsmenn Vegagerðarinnar.
Tilgangur reglnanna er meðal annars að auka skilvirkni og traust á stofnuninni en ekki síður að hvetja og aðstoða starfsfólk við að sinna störfum sínum á vandaðan og árangursríkan hátt. Liður í því er að stuðla að jákvæðum og heilbrigðum samskiptum og vinnubrögðum innan Vegagerðarinnar. Með því gerum við Vegagerðina að eftirsóknarverðari vinnustað.
Reglur þessar gilda um samskipti starfsmanna innbyrðis jafnt sem samskipti við viðskiptavini, samstarfsstofnanir og ráðuneyti. Þær eru einnig stuðningur fyrir starfsmenn Vegagerðarinnar ef upp koma siðferðileg álitamál sem taka þarf afstöðu til.
Stjórnendur bera ábyrgð á því að allir starfsmenn séu upplýstir um siða- og samskiptareglurnar. Starfsmenn Vegagerðarinnar gæta að því, hver fyrir sitt leyti, að fara eftir siða- og samkiptareglunum.
Framkoma og samskipti
Fagmennska
Öryggi
Framsýni
Hver starfsmaður Vegagerðarinnar er ábyrgur fyrir því að athafnir hans og gjörðir séu í samræmi við reglur þessar.
Reglur þessar eru hluti af ráðningarsamningi starfsmanna. Með undirritun ráðningarsamnings skuldbinda starfsmenn sig til að hlíta reglunum eins og þær eru á hverjum tíma.
Tilkynningar um brot á siða- og samskiptareglum skal senda gegnum innri ábendingargrunn Vegagerðarinnar. Þær berast mannauðsstjóra sem skal taka málið til meðferðar.
Innri ábendingargrunnur er aðgengilegur frá innri vef Vegagerðarinnar og í gegnum CCQ kerfið (gæðastjórnunarkerfi).
Tilkynna skal grun um misferli beint til innri endurskoðanda.
Samþykkt af yfirstjórn 11.12.2023