Innkaupa­stefna Vega­gerðar­innar

Stefnan byggir á hlutverki, gildum og meginmarkmiðum Vegagerðarinnar.

Gildi Vegagerðarinnar eru:  Fagmennska – Öryggi – Framsýni – Þjónusta

Markmið innkaupastjórnunar er að útvega þá vöru, þjónustu og verk sem Vegagerðin þarfnast, á réttum tíma, á hagkvæmasta verði og sem stenst settar kröfur.

 

  • Rekstrardeild skal hafa umsjón með vöruinnkaupum. Við verkútboð skal samráð haft við rekstrardeild um efnisútvegun.
  • Innkaup skulu fara fram af fagmennsku, þekkingu og í samræmi við verklags- og siðareglur.
  • Jafnræðis skal gætt milli þeirra sem eiga viðskipti við Vegagerðina.
  • Stuðla skal að virkri samkeppni um kaup á þjónustu og vörum til Vegagerðarinnar með því að leita verðtilboða frá fleiri en einum aðila eða að innkaup fari fram með útboði.
  • Skipulögðum innkaupaaðferðum verði beitt með samræmdum vinnubrögðum og þannig stuðlað að bestu kaupum.
  • Innkaup innan Vegagerðarinnar skulu samræmd þannig að efnisval og þarfir séu áþekkar og stuðli þannig að samnýtingu og hagkvæmni.
  • Taka skal tillit til öryggis- og umhverfissjónarmiða.