Vegagerðin starfar samkvæmt lögbundnu hlutverki sínu þar sem m.a. kemur fram:
„Vegagerðin skal í starfsemi sinni stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum. Þá skal stofnunin stuðla að því að samgöngur þróist í samræmi við samfélagsleg og umhverfisleg markmið.“
Öruggar samgöngur
Við uppbyggingu og þróun samgöngukerfisins eru greiðar samgöngur og öryggi einstaklinga forgangsatriði svo ekki komi til alvarlegra slysa
Upplýsingar og þekking
Vegagerðin miðlar faglegum upplýsingum um samgöngukerfið til stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnulífs og eflir þannig grundvöll stefnumótandi ákvarðanatöku
Skipulag og starfsemi
Innviðir Vegagerðarinnar byggja á skilvirkri stjórnun, straumlínulöguðum ferlum, öflugum tækjabúnaði og virku gæðakerfi
Þjónusta
Vegagerðin er þjónustumiðuð stofnun sem nýtir tækniþekkingu til umferðarstýringar og bætts samgönguöryggis með notendavænni þjónustu og miðlun upplýsinga í rauntíma
Samþætting samgöngumáta
Vegagerðin er leiðandi í skipulagi og uppbyggingu vistvænna og samþættra samgöngumáta á landsvísu í nánu samstarfi við stjórnvöld og sveitarfélög
Stýring uppbyggingar og þjónustu samgöngukerfisins á sjó og landi með samkeppnishæfni Íslands, sjálfbærni og öryggi að leiðarljósi