Slysa­tíðni

Með slysatíðni er átt við fjölda slysa á milljón ekinna km. Í töflum hér að neðan eru birtar upplýsingar um slysatíðni á þjóðvegum, þ.e. stofn-, tengi- og landsvegum, og eru gögnin flokkuð á mismunandi hátt.

Nánari lýsing á dálkaskiptingu í töflunum: Veg- og kaflanúmer, vegheiti, heiti upphafs- og endapunkts vegarkafla, lengd kafla, ÁDU (ársdagsumferð), fjöldi eignatjóna, fjöldi slysa þar sem alvarlegustu afleiðingar voru lítil meiðsli á fólki, fjöldi slysa þar sem alvarlegustu afleiðingar voru mikil meiðsli á fólki, fjöldi banaslysa, heildarfjöldi slysa og slysatíðni og loks heildarakstur á viðkomandi vegarkafla í þúsundum km. Vegagerðin áskilur sér rétt til að breyta þessum skrám ef villur koma í ljós síðar en þá mun koma ný dagsetning neðst í skrár.