PDF · maí 2020
Sauð­árkrókur – Sjávar­flóð Mat á sjóvörn­um og hættu á sjávar­flóð­um

Þau óveður sem gengu yfir dagana 10. - 12. des 2019 , 11. - 13. jan og 10. feb 2020 ollu miklum usla á Sauðárkróki þegar mikið magn af sjó gaf á land yfir sjóvarnir norðan á Skarðseyri. Ætla má að sjór hafi flætt yfir um 2,5 hektara svæði í þessum atburðum, að meðaltali hafi gengið um 8.000 m3 af sjó á land og vatnsdýpi orðið mest um 0,75 m á eyrinni. Ástæður sjávarflóðanna þegar þessir þrír atburðir áttu sér stað voru samspil vonsku veðurs, hárrar öldu, vinds og lágs loftþrýstings.
Tímaröð af sjávarföllum úr innanverðum Skagafirði, ásamt veðurgögnum frá evrópsku veðurstöðinni (ECMWF), voru nýtt til að mynda 40 ára langa tímaröð með bæði vind- og haffræðilegum gögnum. Gögnin voru notuð bæði fyrir greiningu sjávarhæðar á tímabilinu og sem inntak í líkan sem hermir stórt gagnasafn af aftaka atburðum. Líkanið gefur möguleika á að meta endurkomutíma atburða með þeim hætti að hægt er að yfirfæra þá yfir í reiknaða ágjöf. Greiningin er notuð til að meta endurkomutíma þeirra atburða sem átt hafa sér stað á umræddum mánuðum auk þess sem virkni núverandi sjóvarnar verður metin út frá ofangreindum aftaka atburðum.
Að lokum er þessari aðferðafræði beitt til að leggja mat á það hve mikið þarf að hækka sjóvarnir þannig að ágjöf yfir þær verði innan viðmiðunarmarka.

Sauðárkrókur - Sjávarflóð Mat á sjóvörnum og hættu á sjávarflóðum
Höfundur

Bryndís Tryggvadóttir, Helgi G. Gunnarsson, Fannar Gíslason, Sigurður Sigurðarson

Skrá

2020-05-vg-saudarkrokur-sjavarflod-og-sjovarnir-2020-utgefid-1.pdf

Sækja skrá