PDF · Útgáfa Útgáfa A — ágúst 2020
Vík í Mýrdal, Sjávar­flóð

Suðurströnd Íslands er eitt útsettasta strandsvæði heims. Í atfökum ná grunnbrot öldu út á meira en 20 m dýpi. Upp við ströndina eru öldur dýpisháðar og því spila allir þættir, sem hafa áhrif á sjávarhæð, mikilvægt hltverk fyrir það hve há alda nær upp að ströndinni. Því hærri sem sjávarstaðan er, því hærri alda kemur upp að ströndinni og því meiri er hættan á sjávarflóðum. Auk stjarnfræðilegra sjávarfalla hafa ýmsir veðurfarslegir þættir áhrif. Þar er átt við áhlaðanda vegna lægri loftþrýsings, vindáhlaðandi þegar vindur blæs upp að strönd og að lokum ölduáhlaðandi innan bimgarðs. Samspil og samlíkur þessara þátta, sem að hluta til eru háðir og að hluta til óhaðir,er nokkuð flókið að meta. Hér verður beitt nýlegum líkindafræðilegum aðferðum við mat á flóðahættu.

Vík_flóðahætta_Skýrsla
Höfundur

Bryndís Tryggvadóttir, Sigurður Sigurðarson, Fannar Gíslason

Skrá

2020-05-vg-vik_flodahaetta_skyrsla_utgafaa.pdf

Sækja skrá