Vinnusvæða­merk­ingar

Tilgangur reglna um vinnusvæðamerkingar er að koma á hertari reglum um merkingar fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda.

Reglurnar eru ætlaðar þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.

Tilgangur reglna um vinnusvæðamerkingar er að koma á hertari reglum um merkingar fyrir almenna umferð í dreifbýli og þéttbýli vegna framkvæmda.

Reglurnar eru ætlaðar þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.

Tilgangur með merkingunum er fjórþættur:

  • Að vernda starfsmenn og vegfarendur
  • Að auka og tryggja umferðaröryggi almennt
  • Að lágmarka umferðartafir
  • Að hámarka framkvæmdahraða

Upplýsingar um aðila sem hafa staðist próf í vinnusvæðamerkingum og gildistíma skírteina fást með því að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, síma 1777.