PDF · Útgáfa 2. útgáfa — 10. desember 2015
Leið­bein­ingar um fram­setn­ingu útsetn­inga- og mæli­gagna

Tryggja þarf að hönnuðir, verktakar og eftirlit afhendi hver öðrum útsetninga- og mælingagögn á samræmdu formi. Markmið þessa verkefnis er að setja fram kröfur um þessi mál sem munu verða ráðandi í gegnum allt hönnunarferlið, við gerð útboðsgagna og í allri framkvæmd. Kröfurnar munu bæði snúa að því hvaða gögn skal afhenda og á hvaða formi.
Markmiðið er að tryggja einsleitni í gagnasamskiptum Til að fullnægja kröfum Vegagerðarinar um nákvæmni og gæði er nauðsynlegt að afhendingarform á hönnunargögnum, útsetningagögnum og niðurstöðum mælinga séu ekki í lausu lofti og torveldi samskipti. Mjög brýnt er að gögn frá hönnun til framkvæmdar séu einsleit og samræmd.
Í öllum hnitaskrám sem afhentar eru á textaformi, skal miða við að austur hnit séu á undan norður hnitum. Nota skal punkta fyrir framan aukastafi.
Rannsóknasjóður Vegagerðarinnar styrkti þetta verkefni og að því komu: Baldur Grétarsson, Björn Jónsson Halldór Sv. Hauksson, Kristján Kristjánsson og Oddur Jónsson.
2. útgáfa 10.12.2015. Halldór Sv. Hauksson, Kristján Kristjánsson og Erna Hreinsdóttir.

Leiðbeiningar um framsetningu útsetninga- og mæligagna
Höfundur

Veghönnunardeild og upplýsingatæknideild Vegagerðarinnar

Skrá

leidbein_framsetn-utsetn-maeligagna-1.pdf

Sækja skrá