PDF · ágúst 2022
Leið­bein­ingar og reglur við gerð útboðs­lýsinga

Leiðbeiningar og reglur við gerð útboðslýsinga fyrir verkframkvæmdir, útg. 24. 1. febrúar 2024

Leiðbeiningum þessum er ætlað að vera handbók um gerð útboðslýsinga hjá Vegagerðinni.

Markmiðið með leiðbeiningunum er að samræma útboðslýsingar Vegagerðarinnar, sem eru unnar á mörgum stöðum bæði af starfsmönnum Vg. og ráðgjöfum. Samræmingin hefur gildi innan Vg. og gagnvart viðskiptavinum hennar og er ætlað að tryggja að mál séu alls staðar meðhöndluð á sama hátt.

Um eftirlit með merkingum vinnusvæða sjá undir Leiðbeiningar og reglur: Vinnusvæðamerkingar

Leiðbeiningar og reglur við gerð útboðslýsinga
Breytingar frá fyrri útgáfu

5. febrúar 2024.

Nafni leiðbeininganna, útg. 24.1 frá 1. febrúar sl., hefur verið breytt þannig að nú heita þær „Leiðbeiningar og reglur við gerð útboðslýsinga fyrir verkframkvæmdir“.  Jafnframt hafa verið gerðar fáeina leiðréttingar og betrumbætur á útgáfunni.

1. febrúar 2024.

Töluverðar breytingar eru frá eldri útgáfu (22.1), m.a. eru kaflar nr. 1 og 2 sameinaðir í einn kafla, breyting er á greinanúmerum og röðun, nýjum ákvæðum bætt við, ákvæðum um um vetrarþjónustu felld út og kröfur um stærð verka (upphæðir) í hæfisflokkum breytt. Auk þess eru ýmsar aðrar breytingar og viðbætur. Breytingar sem gerðar er núna eru því ekki með bláu letri eins og venjulega.

5. ágúst 2022

Breyting frá eldri útgáfu (útg. 21.1) er m.a. endurskoðaðar viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu útboðs á EES og innanlands og ákvæði um viðbrögð vegna Covid19 fellt út. Allar breytingar eru með bláu letri.