PDF · Útgáfa LEI-3317/2/978-9935-460-50-90 — 4. apríl 2024
Lýsing samgöngu­mann­virkja

Meginmarkmiðið með lýsingu samgöngumannvirkja er að auka umferðaröryggi í myrkri. Með lýsingu fá vegfarendur bætta yfirsýn sem gerir þeim kleift að meta aðstæður betur en ella og að bregðast fyrr við aðsteðjandi vá. Lýsing getur líka verið til þæginda, því vel lýstur vegur eykur vellíðan vegfarenda og veitir öryggistilfinningu. Áhrif af því gætu verið aukin notkun vegar í myrkri. En hafa skal í huga að lýsingarkerfum fylgir bæði stofn- og rekstrarkostnaður. Leitast skal við að halda orkunotkun í lágmarki og ganga úr skugga um að lýsing bæti ljósvist í stað þess að valda ljósmengun. Óvarðir vegfarendur eru líklegastir til að slasast alvarlega í umferðarslysum. Því er eðlilegt að sérstakt tillit sé tekið til þeirra í leiðbeiningum um veglýsingu.

Forsíða - skýrslunnar lýsing samgöngumannvirkja
Höfundur

Jarþrúður Þórarinsdóttir, Efla

Skrá

lei-3317-lysing-samgongumannvirkja.pdf

Sækja skrá
Breytingar frá fyrri útgáfu

Breytt nafn úr „Veglýsing utan þéttbýlis“ í „Lýsing samgöngumannvirkja“. Rit fært í nýtt útlit leiðbeiningarita Vegagerðarinnar og innihald uppfært. Útgáfa 2 byggir að miklu leyti á útgáfu 1 en helstu viðbætur snúa að lýsingu í þéttbýli, hlutalýsingu vegamóta auk nýrrar tækni tengdri lýsingu. Farið er ítarlegra í viðmið um hvenær og hvernig skal lýsa við mismunandi aðstæður. Tilvísanir í staðla hafa verið uppfærðar og skýringarmyndum verið bætt við.