PDF · 19. desember 2019
Hönn­unar­leið­bein­ingar fyrir hjól­reiðar – leið­bein­ingar

Leiðbeiningar um hönnun fyrir hjólreiðar eru settar fram með það að markmiði að tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð hjólreiðamanna. Þetta er í samræmi við markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og skipulagsáætlana allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvalda um að bæta aðstæður til hjólreiða.
Á undanförnum árum hefur verið allmikil uppbygging innviða fyrir reiðhjól, oft sameiginlegir stígar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, en í einhverjum tilfellum stígar og reinar eingöngu ætlaðar hjólreiðamönnum. Við þær framkvæmdir hefur að miklu leyti verið stuðst við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar frá 2012 en einnig leiðbeiningar annarra þjóða.

Forsíða - hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar
Höfundur

Samstarfshópur um þróun samgöngukerfa fyrir hjólreiðar samkvæmt samkomulagi milli sveitarélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar

Skrá

honnunarleidbeiningar-fyrir-hjolreidar-2019-12-19-002.pdf

Sækja skrá