PDF
Hönn­un fyrir alla – algild hönn­un utan­dyra, leið­bein­ingar

Þessum leiðbeiningum er ætlað að kynna helstu þætti sem þarf að hafa í huga þegar svæði utandyra eru hönnuð svo þau nýtist sem allra flestum. Hönnun fyrir alla,
algild hönnun, aðgengi fyrir alla eru hugtök sem sífellt fleiri þekkja og samtímis eykst vitund um mikilvægi þess að hafa alla í huga við skipulag, hönnun og útfærslu
hugmynda. Lög og reglur sem gilda um opinberar byggingar og aðgengi að þeim m.a. frá bílastæðum að inngangi er þekkt. Mun fleiri þætti þarf þó að hafa í huga og í
þessum leiðbeiningum er sérstök áhersla lögð á hönnun utandyra, m.a. í tengslum við stíga og torg, almenningssamgöngur og aðgengi að mannvirkjum, stofnunum og
þjónustu. Áherslan er á eignir í opinberri eigu eða notkun en ekki einkaeignir, þó vissulega megi nýta leiðbeiningarnar fyrir lóðir í einkaeign.

Leiðbeiningarnar miðast við núgildandi Veghönnunarreglur [1], Byggingarreglugerð (reglugerð 112/2012 m.s.br.) [2], Skipulagslög [3], Algilda hönnun umferðarmannvirkja, samanburð á norrænum hönnunarreglum [4], Aðgengi fyrir alla [5] og Algilda hönnun utandyra [6].

forsíða - Hönnun fyrir alla
Höfundur

Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, Berglind Hallgrímsdóttir

Skrá

lei-3306-honnun-fyrir-alla-1.pdf

Sækja skrá