Í þessum leiðbeiningum er fjallað um útfærslu gönguþverana í plani. Með gönguþverun er átt við stað þar sem gert er ráð fyrir að gangandi og hjólandi vegfarendur geti komist yfir götu.
Gönguþveranir geta verið:
- Ómerktar
- Merktar sem gangbrautir (sebrabrautir)
- Með umferðarljósum, nærri eða fjarri gatnamótum
- Mislægar (ekki fjallað um)
Markmiðið með útgáfu þessara leiðbeininga er að auðvelda hönnuðum, tæknimönnum sveitarfélaga og öðrum veghöldurum vinnu við skipulag gönguþverana og val á hvaða útfærsla henti fyrir mismunandi aðstæður. Einnig er markmiðið að stuðla að gerð öruggra gönguþverana og aðlaðandi og aðgengilegu umhverfi allra vegfarenda. Þá munu leiðbeiningarnar hjálpa til að gera aðstæður sambærilegar um land allt sem kemur í veg fyrir óvissu og stuðlar þannig að því að staða allra vegfarenda sé skýr í umferðinni.