Með vísan í Reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja m.s.b. takmarkar Vegagerðin, tímabundið, mestu leyfða heildarþyngd og leyfðan ásþunga á vegum þegar nauðsyn krefur miðað við burðarþol brúar eða vegar.
Með vísan í Reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja m.s.b. takmarkar Vegagerðin, tímabundið, mestu leyfða heildarþyngd og leyfðan ásþunga á vegum þegar nauðsyn krefur miðað við burðarþol brúar eða vegar.
Vegagerðin og eftirfarandi lögregluembætti hafa gert með sér samkomulag um verklag, þegar veittar eru undanþágur frá ákvæðum um lengd, breidd og hæð ökutækja í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja:
Í viðauka VI við reglugerðina má m.a. finna eftirfarandi töflu og skýringar:
Á vegum þar sem takmarka verður leyfðan ásþunga, vegna aurbleytu eða af öðrum ástæðum, við 2, 5, 7 eða 10 tonn gilda eftirfarandi reglur um mesta leyfðan ás- og heildarþunga:
*1) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða er leyfður 4ra t ásþungi. Fyrir hjólbarðastærð 365/65R22,5 með 7,5 bör eða 109 psi loftþrýsting er leyfður 6 t ásþungi.
*2) Lágmarkskrafa um hjólbarðastærð 1100 x 22,5. Fyrir minni hjólbarða reiknast þríás með sex hjólum sem tvíás með fjórum hjólum. Þríás með tólf hjólum reiknast sem tvíás með átta hjólum.
*3)
a) Heildarþungi 44 tonn fyrir sex ása vagnlest sé dráttarbifreið búin 2 sívirkum drifásum, hafi 4 hjól og loftfjaðrir á öllum ásum nema framás.
b) Loftþrýstingur í hjólbarða sé takmarkaður að hámarki við 7 bör eða 102 psi í hjólbörðum framása (eða 7,5 bör eða 109psi sé framás með loftfjöðrun eða öðrum búnaði sem telst jafngildur eða með hjólbarðastærð að lágmarki 385/65R22,5) og 6 bör eða 87 psi í hjólbörðum afturása, mælt í köldum hjólbarða.