Útboðsnúmer 21-057
Hring­vegur (1) um Hverf­isfljót og Núpsvötn, eftir­lit og ráðgjöf (EES)

  • Staða útboðs

    • 1Auglýst júní 2021
    • 2Opnun tilboða júní 2021
    • 3Samningum lokið júlí 2021

30 júní 2021Opnun tilboða

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með útboðsverkinu Hringvegar (1) um Hverfisfljót og Núpsvötn, Verkið innifelur byggingu brúa á Hverfisfljót og Núpsvötn ásamt endurgerð vegkafla beggja vegna. Að auki er hluti af verkinu gerð áningarstaða við báðar brýrnar.

Val bjóðanda fór fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð 1. nóvember 2022.

Eftir lok tilboðsfrests, föstudaginn 25. júní 2021, var bjóðendum tilkynnt um nöfn þátttakenda í
útboðinu. Miðvikudaginn 30. júní 2021 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað. Allir bjóðendur
uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

BjóðandiTilboð kr.HlutfallFrávik kr.
Efla hf, Reykjavík
49.476.000
133,7
5.726.000
Hnit verkfræðistofa hf., Reykjavík
46.166.750
124,8
2.416.750
Mannvit hf, Kópavogur
43.750.000
118,2
0
Áætlaður verktakakostnaður
37.000.000
100,0
6.750.000

6 júlí 2021Samningum lokið

Mannvit hf,Kópavogur
kt. 4305720169