Miklu­brautar­stokkur

  • TegundNýframkvæmdir
  • StaðaFyrirhuguð verkefni
  • Markmið
      Greiðar samgöngurÖruggar samgöngurUmhverfislega sjálfbærar samgöngur
  • Heimsmarkmið
      11. Sjálfbærar borgir og samfélög9. Nýsköpun og uppbygging
  • Flokkar
      SamgöngusáttmálinnStofnvegir
  • Svæði
    • Höfuðborgarsvæðið

Til skoðunar er að setja Miklubraut í stokk eða jarðgöng.

Fyrirhugað er að setja Miklubraut í 1,5 km langan stokk frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlumýrarbraut. Breidd stokksins miðast við 2+2 akreinar og að ofan á stokknum verði 1+1 akrein fyrir almenna umferð, 1+1 sérakrein fyrir Borgarlínu, ásamt hjóla- og göngustígum sitthvoru megin við götuna. Til að tengja Landspítala við Borgarlínu þarf að hefja framkvæmdirnar við vesturenda stokksins.

Í meðfylgjandi myndbandi, sem framleitt var af Reykjarvíkurborg má sjá hugmyndir um þróunarmöguleika verkefnisins.

Um verkefnið

Ávinningur framkvæmdarinnar

Ávinningurinn af framkvæmdinni er margþættur og má þar nefna:

  • Greiðari samgöngur fyrir akandi og aukið umferðaröryggi með lausnum sem gefa frjálst flæði bílaumferðar á löngum kafla Nesbrautar (Miklubrautar) með mislægum lausnum.
  • Greiðari samgöngur fyrir gangandi og hjólandi og aukið umferðaröryggi með tengingum ofan á stokki milli borgarhluta
  • Greiðari samgöngur fyrir Borgarlínu og Strætó með sérreinum á yfirborði stokks og mislægum þverunum.
  • Hljóðvist og loftgæði eru bætt yfir langan kafla stofnvegar.
  • Aukið og endurheimt landrými til frekari uppbyggingar og borgarþróunar meðfram stokknum og við vestari stokkendann.

Bættar tengingar almenningssamgangna sem og fyrir gangandi og hjólandi stuðla að auknu hlutfalli ferða vistvænna samgöngumáta sem er þáttur í að mæta loftslagsmarkmiðum stjórnvalda.

Aukið rými til uppbyggingar og borgarþróunar fjölgar jafnframt mögulegum notendum vistvænna samgangna.

Verkefnið er hluti sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu (Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes) hafa undirritað. Samgöngusáttmálinn felur í sér sameiginlega framtíðarsýn og heildarhugsun fyrir skipulagssvæðið. Markmiðið er að auka öryggi, bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta og minnka tafir, stórefla almenningssamgöngur og draga úr mengun af völdum svifryks og losun gróðurhúsalofttegunda til að standa við loftslagsmarkmið stjórnvalda og sveitarfélaga.

Upplýsingar um Miklubrautarstokk

Miklabraut lögð í stokk á milli Háaleitisbrautar og Snorrabrautar (Bústaðavegar), m.a. í tengslum við framkvæmdir Borgarlínu. Verkið felur í sér að Miklabraut sé lækkuð og sett í stokk á ríflega 1.5km löngum kafla frá Snorrabraut að Kringlugötu (eystri). Miðað er við 2+2 veg og 80km/klst hönnunarhraða. Það er ekki hluti af verkefninu að útfæra yfirborðsgötur, Borgarlínu og stígakerfi ofan á stokknum að frátöldum tengingum rampa að og frá yfirborðsgötu.

Í þessu myndbandi sem framleitt var fyrir Reykjavíkurborg má sjá hugmyndir um þróunarmöguleika verkefnisins.

Myndband

Vegvarpið - þáttur um stokkaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu