Umferðar­merki

Ný reglugerð, nr. 250/2024 um umferðarmerki og notkun þeirra tók gildi hinn 1. mars 2024. Er þar að finna mörg ný merki, breytingar á merkjum sem fyrir eru og nýja flokkun merkja.

Á vef Samgöngustofu (https://island.is/s/samgongustofa/umferdarmerki) er að finna síðu þar sem farið er yfir allar breytingar sem eiga sér stað með gildistöku reglugerðarinnar. Við hvetjum áhugasöm til að skoða síðuna, nýju merkin og aðrar breytingar. Á vef Stjórnarráðsins má finna ítarlegri umfjöllun um reglugerðina.