PDF · mars 2022
Mann­gerð fálka­hreiður – Áfanga­skýrsla 1

Fálkar eru fáliðaðir á Íslandi og viðkvæmir fyrir hvers kyns truflun á varpstöðvum. Þeir helga sér varpóðul en innan hvers óðals geta verið nokkrir hreiðurstaðir. Fjöldi hentugra hreiðurstaða innan hvers óðals er takmarkaður og á sumum óðulum er skortur á góðum hreiðurstöðum sem getur haft áhrif á varpafkomu. Hreiðurstaðirnir eru ýmist grasigrónar syllur í klettum eða hrafnslaupar. Hrafnslaupar eru mjög hentugir hreiðurstaðir fyrir fálka en þeir endast alla jafna ekki mjög lengi. Í Þingeyjarsýslum hefur hröfnum farið fækkandi og þar með hefur dregið úr fjölda laupa sem standa fálkum til boða á vorin.

Fálkasetur Íslands hlaut styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar árið 2021 fyrir verkefnið Manngerð fálkahreiður. Markmið verkefnisins er að hanna og byggja hreiðurstaði á fálkaóðulum í Þingeyjarsýslum og fylgjast með nýtingu þeirra. Tilgangurinn er að fjölga varpstöðum innan fálkaóðala í Þingeyjarsýslum sem skortir góða varpstaði. Eftirlit með hvernig til tekst gefur góðar upplýsingar um hvort og hve vel manngerð fálkahreður nýtast fyrir fálkann. Þessar upplýsingar má svo nota til hliðsjónar ef farið verður í byggingu fálkahreiðra til að bæta fyrir hreiður sem skemmast eða verða óhentug vegna framkvæmda mannsins.

forsíða skýrslunnar manngerð fálkahreiður
Höfundur

Aðalsteinn Örn Snæþórsson - Fálkasetur Íslands

Skrá

nr_1800_877_manngerd-falkahreidur-afangaskyrsla-1.pdf

Sækja skrá