PDF · Útgáfa Nr. 1800-931/Samantektarskýrsla — 26. júlí 2023
Þróun nýrrar teng­ingar milli forsteypts stöpul­veggjar og stað­steypts sökkuls – Saman­tektar­skýrsla

Í þessari rannsókn var þróuð ný tenging milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypts sökkuls með því markmiði að hraða brúarframkvæmdum. Smíðuð voru tvö prófstykki í 63% skala í Vegagerðinni og í BM Vallá og þau prófuð á tilraunagólfi Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar Háskóla Íslands. Fyrra stykkið var útfært hefðbundið þar sem bæði sökkull og stöpulveggur eru staðsteyptir. Síðara prófstykkið var útfært með nýju tengingunni þar sem forsteyptum stöpulvegg er stungið niður í staðsteyptan sökkul. Bæði prófstykki fóru í gegnum 11 færslustýrt álagspróf. Þessi áfangaskýrsla lýsir þróun nýju tengingarinnar, smíði prófstykkjanna, efnisprófunum sem fóru fram, uppsetningu tilrauna og prófun þeirra. Nýja tengingin hentar líka fyrir stoðveggi.

Forsíða skýrslunnar - þróun nýrrar tengingar milli forsteypts stöpulveggjar og staðsteypst sökkuls
Höfundur

Rúnar Steinn Smárason, Franz Sigurjónsson, Ching-Yi Tsai, Bjarni Bessason og Ólafur Sveinn Haraldsson

Skrá

nr_1800_931_throun-nyrrar-tengingar-milli-forsteypts-stopulveggjar-og-stadsteypts-sokkuls.pdf

Sækja skrá